Jæja, loksins mættur.

Jæja Hildur Sif, þá er kallinn loksins mættur. Búinn að skrá lágmarks upplýsingar, en enga mynd. Þori varla að setja hana inn. Er orðinn soddann ellismellur.

Ég hef verið að hugsa og bera saman tíðarandann núna og fyrir kannski 25-30 árum, sennilega bara 10-15 árum að þrátt fyrir harðara ofbeldi á götunum nú sem ýmsar orsakir eru fyrir, þá hef ég tekið eftir að fólk faðmast mikið oftar við hin minnstu tilefni. Í þá gamla daga fannst fólki þetta skrítið og var þá helst aðeins að faðma sína nánustu, og varla það........... Mér datt þetta svona í hug, en þetta hlýtur að vera jákvætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að skella inn einni gamalli mynd.  Jafnvel bara af þér sem krakka.  Myndinirnar af ykkur Soffíu eru fínar og svo náttúrulega myndirnar frá Danmörku.  Bara skanna inn og skella þeim inn.  Held þú væri ekki einn um það, og þó svo sé þá er það bara allt í fína. 

Já ég held að þetta sé rétt hjá þér með faðmlögin.  Var reyndar að hlusta á konu í útvarpinu um daginn sem sagði að við værum ekki lengur sama þjóðin og við vorum áður.  Reyndar væri þjóðin alltaf að breytast.  

Ég held að það sé rétt.  Við erum miklu opnari, sennilega vegna meiri samskipta við önnur lönd.  Svo erum við líka búin að hleypa svo mikið af nýju blóði inn í landið sem kemur með (blóð)hita og hlýju með sér.  Við erum sjálfstæð og ekki lengur undir oki Dana, svo við erum ekki eins bæld og við vorum.  Ný þjóð á hraðri uppleið.  Eða hvað finnst þér? 

Hildur Sif (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 11:12

2 identicon

Hæ pabbi!

Jú, ég er ekki frá því að þetta sé að breytast og fólk farið að smella á kinn ef ekki báðar.  En áður fyrr fannst mér þetta fara svolítið eftir fjölskyldum.  Sumar fjölskyldur mjög lokaðar en aðrar alltaf að faðmast og knúsast!  Ég veit það bara, að það er yndislegt að faðma þig
Knús,

Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Björnsson
Helgi Björnsson

Miðaldra eilífðarpoppari sem hefur áhuga á öllu sem við kemur Manchester United og golfi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband