Er nú ekki komið nóg ?

Þetta er nú aðeins í þriðja skifti sem ég skrifa blogg. Ég hef eiginlega ekki verið viss um hvort ég yfirhöfuð nennti eða hefði áhuga á að skrifa eitthvað, en greinilega hafa einhverjir áhuga á að vita hvort ég hafi yfir höfuð eitthvað að segja.

Þar sem svo mikið hefur skeð hjá mér og fjölskyldu minni síðustu vikuna finnst mér ég knúinn að láta ykkur vita af því, en sum ykkar hafa væntanlega frétt af þessum atburðum eftir öðru leiðum og þá kannski af blogginu hennar Hildar Sif dóttur minnar.

 

Hildur mín hefur nú verið að berjast við krabbamein í þrjú og hálft ár. Oft,  og já yfirleitt hefur þetta litið illa út hjá henni elskunni minni. En hún er greinilega með víkingablóð í æðum og hefur barist hetjulega og verið ótrúlega dugleg. Ekki nóg með að ala upp litla drenginn sinn Þórð Helg og sinna eiginmanni þá hefur hún stundað námið í HR af kappi.

Augasteinninn minn Þórður Helgi fór í 2ja vikna skíðaferðalag til Austurríkis með pabba sínum, föðurbróður og ömmu ásamt þeirra fjölskyldum. Á miðvikudaginn s.l. á tíunda degi ferðarinnar lendir hann í all svakalegu slysi þar sem snjótroðari bakkar hann niður og yfir hann. Þetta leit mjög illa út í byrjun og telja allir að hann hafi bjargast fyrir kraftaverk og án meiðsla sem ekki ganga til baka. Helstu meiðsli voru, skurður á hnakka, sprungur í mjaðmagrind og rifa á lifur en það var það hættulegasta. Einnig er hann töluvert mikið marinn. Hann hélt meðvitund allann tímann og er orðinn ansi brattur. Laus við slöngur og farinn að labba aðeins um og sitja uppi. Ég er búinn að tala við kappann tvisvar og og honum líður vel.

Nú hann kemur heim í einkaflugvél ásamt Þrúðu ömmu, væntanlega á miðvikudaginn. Þegar ég spurði hann hvort hann kæmi með einkaflugvél, var svarið, nei með einkaþotu. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið þar sem hann segist ætla að kaupa minnst eina slíka þegar hann er orðinn 18 ára.

Það verður meiriháttar að fá að hitta hann litla kútinn.

 Nú, þetta eru nú ekki einu gleðifréttirnar, þar sem Hildur Sif fékk mjög jákvæðar niðurstöður úr sneiðmyndatökunni fyrir helgi, en nýju lyfin sem hún hefur verið á síðan í janúar eru að svínvirka og hafa sum meinvörp horfið og önnur minnkað verulega, utan eitt. Þetta er í fyrsta sinn í 2 ár sem minnkun hefur orðið.

 Jæja, það ég á við með fyrirsögninni skýrir sig sjálft er það ekki ?

Thordur Helgi - Feb 2007

Hér er mynd af Þórði Helga tekin fyrir c.a. mánuði síðan. Fallegur, finnst ykkur ekki ?Thordur og Hildur_resize

Mynd af þeim mæðginum, Hildi Sif og Þórði Helga í október 2003, rétt eftir að Hildur greinist með brjóstakrabbamein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku pabbi!

Jú, nú er sko komið nóg!  Núna viljum við bara góðar fréttir og góða tíma.  Hún er yndisleg myndin af þeim mæðginum, hetjunum okkar!
knús og kossar,

Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 12:10

2 identicon

Sæll Helgi.

Viltu skila afmæliskveðju frá mér til Atla Más og segja honum að mér finnist hann æðislegur. Kveðja, Stína

Með hjartans þökk 

Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 13:01

3 identicon

Hæ pabbi minn.  Mér langaði bara að senda þér eina litla kveðju.  Og hún verður að sjálfsögðu bara EIN VIÐ ÞESSA EINU FÆRSLU, eins og mér finnst að fólk ætti að halda sig við.  Ef þú veist hvað ég meina.  Annars langar mig til að segja að eftir að Þórður Helgi lenti í slysinu skil ég ykkur mömmu miklu betur.  Þá meina ég hvað þið hafið þurft að ganga í gegnum með mig.  Mér finnst það sárt að þið hafið þurft að ganga í gegn um það oftar en einusinni.  Eitt skipti er nóg, og einum of mikið fyrir minn smekk.  

Ástarkveðja, Hildur Sif 

Hildur Sif Helgadóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Björnsson
Helgi Björnsson

Miðaldra eilífðarpoppari sem hefur áhuga á öllu sem við kemur Manchester United og golfi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband