Vondur dagur í gær, Lýsi eftir Pollýönnu !

Ég hef einhvern veginn ekki haft mikið geð í mér til að skrifa í rúma 2 mánuði. Ástæður eru einkamál sem ég ætla ekkert að fjölyrða um.

Nú einhverjir kíkja hér inn daglega og mér finnst ég verði að uppfæra fréttir fyrir þá.

Ég sagði frá í síðustu viku frá veikindum hennar Hildar minnar og slysinu sem hann litli Þórður Helgi varð fyrir í Austurríki.

Nú byrjum á góðum tíðindum. Litli kúturinn er nú búinn að ná sér að fullu og má byrja að sprikla og spila fótbolta á morgunn. Augun eru orðinn eðlileg og hann bara eins og hann á að sér að vera.

 Þá koma vondu tíðindin. Dagurinn í gær var sá versti síðan ég heyrði af slysinu í Austurríki. Hildur fór í sneiðmyndatöku í gær og síðan fórum við að hitta Óskar lækninn hennar til að heyra niðurstöður. Einhvern veginn var ég svo bjartsýnn og lék á alls oddi og Hildur mín líka. En svo komu niðurstöðurnar úr myndatökunni og það var eins og að vera sleginn með blautu handklæði í andlitið. Aumingja Óskar, þessi yndislegu maður sem nú var boðberi válegara tíðinda, og honum leið illa. Fjölgun og stækkanir á meinvörpum í lungum og það sem verra var, meinvörp kominn í lifur. Þetta var einu orði sagt svakalegar niðurstöður og til að magna óttann var að Ásta Lovísa þjáningasystir Hildar lá fyrir dauðanum vegna meinvarpa í lifur. Þetta var döpur stund og átakanleg fyrir okkur öll og sérstaklega fyrir engilinn minn.

Ég var ágætur fram á kvöldið, en þá fór þetta að koma bylgjum og gerir enn, reiði og sorg yfir að geta ekkert gert í málinu. Maður verður svo óskaplega hjálparvana að heyra svona fréttir að möguleikunum fari fækkandi fyrir yndislega barnið sitt. Hún Hildur mín er svo yndisleg manneskja og dóttir að ekki er hægt að óska sér meira. Ég hef ekki séð sólina fyrir henni og ég man eftir þegar mamma hennar var ófrísk af Bjössa mínum, þá var ég í raun að vonast eftir annarri Hildi svo mikið dýrkaði ég hana. En Bjössi kom og ég var svo sannarlega sáttur við það.

Ég hef verið sterkur mest allann þennan veikindatíma hennar Hildar sem telur 4 ár næsta október og alltaf haft Pollýönnu á öxlinni en hún virðist hafa dottið af í gær. Ég lýsi hér með eftir Pollýönnu !

 Óskar sagði "við gefumst ekki upp, það kemur ekki til greina" , og þannig er staðan. Nú er bara að safna liði og sækja í sig veðrið.

Það er dapurlegt að koma með svona fréttir en þetta er raunveruleikinn. Ég var að hugsa um að blogga um rokktónleika síðasta mánudag, en þeir skifta litlu máli. 

Ég ætla rétt að vona að ég geti fært ykkur eitthvað ánægjulegra á næstunni. Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert sannur drengur Helgi minn. Hefur staðið sem klettur í veikindum Hildar frá fyrstu tíð. Ég er ávallt með hugann hjá ykkur !

Baráttukveðja,

Þórir.

Þórir Hallgrímsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helgi Björnsson
Helgi Björnsson

Miðaldra eilífðarpoppari sem hefur áhuga á öllu sem við kemur Manchester United og golfi.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband