5.6.2007 | 00:52
Pollýanna í sjónmáli
Það er alveg ótrúlegt hvernig afneitunakerfi mannshugans virkar. Ég hef nú kannski svolítið mikla æfingu en ég er allur að koma til eftir ótíðindin í síðustu viku og leyfi mér að trúa að Hildur læknist.
Hún hringdi í mig í gær frá Krít og það var þvílikt gott hljóð í henni. Staðurinn alveg frábær. Rólegur og ekki yfirtekin af túrisma eins og margir staðir á Spáni t.d. Veðrið yndislegt og gistingin framúrskarandi, en Heiða dóttir mín þekkir fararstjórann og bað hana um góða gistingu fyrir systur sína og hún varð svo sannarlega við þeirri beiðni.
Hringdi í Villa vin minn, pabba Ástu Lovísu í dag og fann hann í vinnunni mér til undrunar. Hann komst að því að betra væri að vera að vinna heldur en að sitja einn heima með hugsanir sínar. Þetta er hárrétt hjá honum og ég dáist að þeim styrk sem hann býr yfir og gæti þegið afleggjara.
Af öðrum málum sem eru ofarlega í huga mínum eru vangaveltur um aflaráðgjöf Hafró og fiskveiðistjórnunina, en hún er eitthvað mikið brengluð. Hvernig má það vera að fiskistofninn ( samkv. mælingu Hafró ) er stöðugt á niðurleið og samt er alltaf verið að draga úr sókninni og svo blaðra menn um að við búum við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi ? Mér finnst það liggja í augum uppi það sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur ( útlægur af því að það hentaði ekki kvótagreifunum það sem hann segir ), Magnús Þór Hafsteinsson o.fl. segja að fyrst fiskurinn er grindhoraður að þá liggi það í augum uppi að hann fái ekki nóg æti. Annaðhvort er stofninn það stór eða að fæða hans er drepin ! Skyldi vera samhengi á milli þess að eftir að loðnuveiðar hófust í stórum stíl fyrir rúmum 30 árum að þá hefur stofninn verið að minnka ? Þetta pirrar mig ansi mikið þessa dagana. Góðu fréttirnar fyrir mig eru að krónan veikist og fæ ég meira í minn hlut fyrir útflutninginn.
Jæja nú er nóg komið að sinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Fram - Stjarnan, staðan er 32:22
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
- Landsliðskonan öflug í tapi
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
Athugasemdir
Það er mikið á ykkur feðgin lagt sem og aðra aðstandendur. Hef fylgst með Hildi Sif, Ástu Lovísu, Lóu o.fl. síðan í haust þegar ég greindist sjálf en þekki þær ekki persónulega. Þekki því vel hæðirnar og lægðirnar og hef oftar en ekki auglýst eftir Pollýönu en hef ofast þurft að fara í það hlutverk sjálf. Lestur bloggs þessara ungu kvenna hafa hjálpað mér í mínum þrengingum, þær hafa allar tekist á við sjúkdóm sinn með ótrúlegu æðruleysi og raunsæi.
Hildur Sif er heppin að eiga svo sterkan pabba sér við hlið. Hann má þó ekki gleyma því að hann er mannlegur og þarf sjálfur að fá styrk, alla vega svona af og til.
Sendi ykkur baráttukveðjur
Bkv. GJG
GJG (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.