14.6.2007 | 00:22
Lífið í öllum litum
Jæja, nú er hún Hildur mín komin heim með kallana sína frá Krít. Ferðin var henni góð en ferðlögin með fluginu reyndu mikið á hana. Á mánudag fór ég með henni í útför Ástu Lovísu, hetjunni sem lést fyrir aldur fram úr vágestinum Krabba. Þetta var okkur mjög erfitt. Hildur mín grét og ég held að ég hafi grátið næstum því eins mikið. Bæði var að athöfnin var mjög falleg og Páll Óskar túlkaði lögin sem hann flutti af einstakri einlægni og ég á það til einna helst að gráta þegar ég heyri fallega flutta tónlist. En vegna þessara alvarlegu veikinda Hildar þá á ég til að missa mig í óþægilegar hugsanir við þessar aðstæður. Þið skiljið.
Á laugardaginn gladdist litla hjartað mitt hinsvegar mikið þegar kallinn breyttist úr venjulegum háforgjafarmanni í golfi í Afreksmann í golfi. Jú nokkuð sem að töffarann hafði bara dreymt um. Ég vann til verðlauna í opnu golfmóti. Var jafn öðrum kylfingi í fyrsta sæti af 105 kylfingum. Að vísu með forgjöf. Hinsvegar þá var bara einn í fyrsta sæti og það var ekki ég. Fúlt, en svona er þetta. Hann var með einum punkti betra skor á síðustu 9 holunum. Ég fékk fín verðlaun. Gjafakort fyrir ECCO golfskóm upp á kr. 25.000, 2 vínflöskur og 20 bjóra. Vínið fékk golfkennarinn minn þar sem ég tileinkaði honum árangurinn. Hinsvegar það sem mér fannst fúlast, var að fá ekki bikar. Ég vill fá bikar, en akkúrat í þessu móti voru ekki neinir bikarar veittir. Ég verð þá bara að kaupa bikar og láta grafa í hann. Spurningin er hinsvegar á ég að láta grafa: 1. - 2. sæti eða 2. sæti ? Mikil pæling.
Nú ég náttúrulega ofmetnaðist við þetta. Var að koma úr liðamóti í kvöld þar sem ég gat ekki rassgat. Ég var náttúrulega búinn að innprenta í hausinn á mér að eftir velgengnina á laugardag þá lægi brautin bara bein upp á við og að ég þyrfti nú helst að kaupa sérskáp fyrir öll verðlaunin sem ég ætti eftir að vinna í sumar !
Það er nóg eftir af sumrinu og ætli ég verði ekki bara að halda áfram að æfa og halda mér niður á jörðinni. En golfið er eins og lífið ekki satt, " up´s and down´s " og maður verður að halda áfram að æfa sig til að verða betri maður.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helgi minn,
Við reddum bikar, ekki málið.
Kíktu bara við hjá okkur fljótlega.
Allir afreksgolfarar verða að eiga bikar
og á honum á að standa 1. - 2. sæti, það ekki spurning.
Já og til hamingju með árangurinn gamli.
Bestu kveðjur til Hildar Sifjar,
Kv.Kata
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 11:16
Æ elsku pabbi minn. Ég táraðist nú mikið við að lesa þessa frásögn þína. Það er svo allt annað að skoða þetta frá þínu sjónarhorni heldur en mínu, þótt niðurstaðan verði alltaf sú sama. Takk fyrir að vera þessi klettur sem þú ert og mundu það að Pollý Anna týnist aldrei. (það þarf allaveganna yfirleitt ekki að leita hennar lengi)
Elska þig. Þín, Hildur Sif
Hildur Sif (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:11
Helgi minn,
kíki stundum inná bloggið þitt og ég verð að segja að mér finnst meira en nóg komið af erfiðleikum sem á þig og þína er lagt. En það eina sem hægt er að gera er að bíta í það súra epli og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Vona og biðja þess að næsti dagur og dagar beri eitthvað betra og léttara í skauti sér. Núna helgina 13-15 júlí verður víst ættarmót niðja Ragnhildar og Einars..... ég og mín fjölskylda ætlum að reyna að komast því ekki fór ég á síðasta ættarmót sem haldið var 1993. Oft hugsa ég og hlæ að því sem þú sagðir mér frá sem á milli þín og pabba fór á síðasta ættarmóti.... þá voruð þið frændur eitthvað að "bardúsa" og pabbi sagði að nú hefðir þú hitt manninn sem " breytti víni í vatn" ..... eða eitthvað á þá leið. Ég hugsa oft til þín, Hildar og fjölskyldu og bið fyrir betri dögum.
kær kveðja
Ragga frænka
Ragga frænka Kristjáns (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.