1.11.2007 | 18:43
Af hverju skilur Davið þetta ekki ?
Það er einkennilegt að ég hef deilt þessari skoðun með Samtökum Iðnaðarins lengi og er ég þó ekki hagfræðimenntaður. Það má vera að þessi aðferðafræði Seðlabankans hafi einhvertíma virkað, en þá var ekki til staðar þessi eftirsókn í auðfengna ávöxtun eins og nú er. Auðvelt er að ímynda sér að útflutningsgreinar eins og sjávarútvegur sem þarf að berjast á þremur vígstöðvum, þ.e. hærri vextir, lágt gengi og skerðing aflaheimilda munu líða undir lok fyrr en okkur grunar.
Mér býður í grun að upptaka EVRU sé nær okkur í tíma en okkur grunar og varla er það óskadraumur landsföðurs Seðlabankans. Af hverju skilur hann ekki áhyggjur Samtaka Iðnaðarins sem endurspeglar örugglega áhyggjur marga í þjóðfélaginu ? Þarf kannski að breyta hlutverki bankans ?
Samtök iðnaðarins segja vaxtahækkun misráðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.